föstudagur, febrúar 13, 2004

... mér tókst að koma þessum commentum inn. Jæja, annars varð ég fyrir sérkennilegri reynslu í dag. Mér leið eins og ég hefði farið á eyðieyju sem þrjátíu karlar væru búnir að vera fastir á undanfarin tuttugu ár.... já, ég fór sem sagt í Loftorku!! Karlinn sendi mig í leiðangur eftir SANDI (já, hann er fífl) og ég endaði í Loftorku, úti í miðjum sandhól með Kaupfélagspoka í annarri og .... ekkert í hinni. Í millitíðinni hafði mér þó verið boðið að skella mér upp í koju flutningabíls á svæðina og afklæða mig fyrir sandinn.... en ég ákvað að afþakka það og redda sandinum sjálf. Ekki var nú kallinn glaður er ég kom heim og ákvað að ekki skyldi senda kellu aftur í slíkan sandleiðangur!!!
Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?