miðvikudagur, mars 17, 2004

úfff... maður er nú ekki að nenna að skrifa neitt núna. Akkúrat á þessari stundu er ég að vinna í BA ritgerðinni minni - vei!!! Ég er að fara yfir alla 400 þátttakendurna og henda þeim út sem svara ekki visst mörgum spurningum. Rosa gaman :) Ég er sem sagt komin að þátttakanda nr. 44 núna - nóg eftir. Ég fór á hestbak í gær, það var alveg ferlega gaman. Ég var sem sagt í vinnunni og því fylgja augljóslega ýmis fríðindi. Verst að ég er að drepast úr strengjum núna. Annars er allt gott að frétta... ég er í fríi í dag og ætla að njóta þess. Kannski maður kíki suður ef Hófý er til í að hitta mig??? Svo er bara Damien Rice á föstudaginn - ég hlakka geðveikt til. Fékk meira að segja frí í vinnunni til að fara!!
Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?