mánudagur, mars 01, 2004
jæja, fólk er farið að kvarta..... maður ætti þá kannski að skrifa eitthvað smá! Það er svo sem búið að vera nóg að gera hjá mér síðustu daga. Á fimmtudaginn síðasta var fjölskyldudagur í vinnunni, þá komu fjölskyldur allra krakkanna upp á Hvítárbakka. Ég stjórnaði skemmtiatriðum, haldnir voru fyrirlestrar og grúppa - mjög spennandi og skemmtilegt (alla vega fyrir mig). Á föstudeginum var starfsdagur, við fórum út kl.7 um morgunn alveg rosalega vel klædd. Við áttum að finna okkur stað þar sem við sáum ekki hvort annað og búa til hring.. svo áttum að við að vera í hringnum þangað til kallað yrði á okkur!!! Við máttum ekki vera með úr, þannig að við vissum ekkert hvað tímanum leið. Þarna áttum við svo að vera móttækileg fyrir merkjum og fá svör við öllum mögulegum spurningum frá Móður jörð og hinum mikla Anda!!! Alveg satt... þetta gekk rosa vel og ég fékk svo fullt af svörum (segi ykkur sko ekki neitt). Á laugardaginn var svo farið í útskriftarveislu til Péturs og Ólafar - það var ferlega notalegt. Jæja, karlinn þarf að komast í síma þannig að ég verð að hætta.