þriðjudagur, mars 23, 2004

Jæja, maður er eitthvað voðalega latur að skrifa núna. Ég fór á tónleika á föstudaginn með Damien Rice - þvílík og önnur eins upplifun!!! Þetta var alveg æðislegt, hann mætir þarna bara einn upp á svið með kassagítarinn og ma.. ma.. ma... maður á bara ekki orð. Mig langaði helst að biðja hann um að koma heim og halda fyrir mig einkatónleika (ég held reyndar að kallinn hafi ekki verið neitt sérstaklega hrifinn af því). Mér finnst bara eftir þessa tónleika að langflestir tónlistarmenn eigi bara að hætta í tónlist - það verður ansi erfitt að toppa þetta. Auðvitað á þetta ekki við um myndarlegu mennina (sem vilja reyndar ekki vera myndarlegir lengur). Maður bíður náttúrulega spenntur eftir tónleikum með þeim.
Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?