miðvikudagur, maí 05, 2004
jæja... úr því Hófý hefur komið sér upp úr sinni bloggleti verð ég víst að gera eitthvað líka!! Ég get nú samt ekki sagt að ég sé búin að hanga mikið yfir sjónvarpi með nammi og svoleiðis síðast liðna daga. Ó nei... ég er búin að vera að vinna. Ekki bara að sjá um börn á meðferðarheimili heldur líka vaka yfir rollum, taka á móti lömbum og mjólka belju svo eitthvað sé nefnt. Já, það er gaman að þessu. Ég fór sem sagt út í hús á föstudagsnóttina síðustu til að athuga með rollurnar og þá sá ég sérkennilega sjón (ég er nú ekki vön sauðburði) þar var rolla að rölta um með eins og einn haus út um þið vitið hvað. Lambið bara hristi eyrun og sleikti út um :) En svo kárnaði gamanið því ekki kom lambið meira út.. að lokum vorum við þrjú sem héldum rollunni og toguðum lambið út. Þvílík gleði ............