þriðjudagur, maí 11, 2004
Nú er maður orðinn nett ruglaður.. haldiði að ég hafi ekki bara sest niður við tölvuna og unnið í BA verkefninu mínu!!!!!! Þetta er ótrúlegt afrek, hef ekki snert á þessu í ansi hreint langan tíma. Nú sé ég fram á það að sumarið sé að nálgast og ekki vil ég eyða því öllu í eitthvað svona rugl.. Annars er það að frétta að litla skutlan mín er lasin núna :( Kallinn eitthvað að skólast í Hveragerði milli þess sem hann fer í sund með skrýtnu fólki og glápir á Friends með bumbum. Nú er ég hins vegar að hugsa um að fara í rúmið (alein... ætli Gormur noti ekki tækifærið og skríði upp í þegar það er svona mikið pláss). Þannig að ég segi bara góða nótt!!