þriðjudagur, júní 22, 2004
jæja jæja... ætli maður verði ekki að skrifa eitthvað fyrir hinar druslurnar. Af mér og mínum er nú allt gott að frétta. Ég er enn í sumarfríi (þetta er endalaust þetta helvíti). Í gær var þessi líka óskaplega veðurblíða. Við fórum í bíltúr og enduðum í botni Hvalfjarðar og ætlðum að ganga upp að Glymi en fórum vitlausu megin við ánna þannig að við sáum hann úr "smá" fjarlægð. Stoppað var í laut nokkurri til nestisátu, sumir entust mjög stutt þar sökum mýflugna sem ég HATA... já það kom að því að ég notaði þetta blessaða orð. Nú er karlinn í skólanum - jú jú ég í sumarfríi og þá fer hann í skólann, svona eru þessir karlmenn. Ég fékk voða skemmtilegt símtal í gær, strákurinn sem ég er að vinna B.A. verkefni hjá var að bjóða mér að skrifa grein með sér og gaurnum sem samdi prófið sem ég var að þýða. Þá verður það birt í einhverju voða frægu vísindatímariti.... þá mun standa Vilhjalmsdottir, H. Annars sagði hann líka að hann vildi að ég skilaði góðu uppkasti af ritgerðinni í byrjun ágúst - það er ekki eins gleðilegt. Þannig að þegar ég hætti í sumarfríi þá ætlar karlinn og krakkinn norður í land og ég verð að skrifa fyrri part dags og vinna seinni partinn. Gleði gleði gleði !!!