miðvikudagur, september 29, 2004
Ég var nú frekar leið á því hvernig þetta leit allt saman út, þannig að ég henti út öllu sem ég skrifaði í september... vona að þetta skáni eitthvað við það. Annars er alveg brjálað að gera hjá mér þessa dagana, er að klára B.A. ritgerðina mína... stressið orðið þvílíkt að barnið var bara sent norður í land í pössun. Verkfall kennara var þá alla vega heppilegt fyrir einhvern. Klukkan er orðin margt, ég þarf að vakna snemma til að skrifa... skrifa...... skrifa.......