föstudagur, október 15, 2004
Það er ýmislegt búið að ganga á hjá mér síðustu daga... það er eins og mér sé ekki ætlað að klára þessa blessuðu ritgerð. Tölvan bilar einn góðan veðurdag (var svo sem ekkert óbiluð áður), ég fer með hana í viðgerð og fæ hana enn bilaðri til baka!!! Þá var auðvitað bara panik ástand á heimilinu, alveg fáránlegt hvað maður treystir mikið á þessu apparöt!! Þá þurfti bara að bregða á það ráð að hringja í Sparisjóðinn og redda fullt af pening og kaupa sér nýja tölvu!!! Það sem maður gerir ekki fyrir eina ritgerð.