þriðjudagur, október 26, 2004

Ég er komin með B.A. próf í sálfræði..... víí víí víí.

Guð hvað ég er fegin að þetta er búið. Fór á útskrift úr Háskólanum á laugardaginn síðasta og fékk skírteinið í hendurnar. Frekar leiðinleg athöfn en vel þess virði að mæta á. Fórum við fjölskyldan svo á kaffihús að lokinni athöfn... engin veisla í þetta skiptið (var að vinna). Ég fór í spilatíma í dag. Kennarinn minn var veikur því fékk ég annan kennara sem kennir söng en ekki á píanó!! Hún vildi endilega að ég lærði söng "af alvöru" heldur að ég geti orðið góð í óperunni... haldið að það sé nú??? Mér fannst þetta ansi skondið...

Annars er það að frétta af mér og mínum að við verðum húsnæðislaus 1. desember næst komandi.... þannig að við auglýsum eftir húsnæði hér með!!!!! Áttum að fá íbúð í september.. svo október... og nú svarar enginn í símann og engin hús komin (ekki einu sinni grunnar). Ekki nema 35 dagar þangað til okkur verði hent út og ma.. ma... ma.. maður á bara ekki orð.

Jæja, nú er klukkan að nálgast hálf tólf þannig að ég er að hugsa um að koma mér heim á leið. Er í fríi á morgun, hugsa að við kíkjum í bæinn - á litlu skvísun sem er orðin margra daga gömul. Bið að heilsa í bili



Comments:
Congrads :) Kv. Ólöf Kr.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?