mánudagur, október 18, 2004
Mér og Jóni var óskað til hamingju með barnið um daginn!! Fannst það skondið en samt svolítið til í því. Jói og Hófý eignuðust sem sagt litla stúlku 15. október, það var einmitt svolítið eins og að eignast "fósturbarn". Kíktum á dúlluna í gær, jú reyndar foreldrana nýbökuðu líka. Það var ægilega gaman, litlan alveg hrikalega sæt og foreldrarnir ægilega ánægðir með nýja hlutverkið. Þetta er náttúrulega alveg æðisleg upplifun, ég segi nú ekki annað.