sunnudagur, nóvember 28, 2004

Heilmikið um að vera hjá mér í dag. Var auðvitað að vinna, borða ofboðslega góðan mat og fara með krakkana í sjoppu. Svo "skruppum" við fjölskyldan norður í skírnarveislu, misstum auðvitað af athöfninni en mættum í veisluna. Þar var litla Hafrún Arna, til hamingju með nafnið - það er alveg æðislegt. Nokkuð skondið að bæði þessi nöfn voru á "listanum" hjá okkur Jóni þegar við vorum að vandræðast með að finna nafn á Láru Huld. Eftir veisluna var brunað á Laugarbakka þar sem fullt fullt fullt fullt já ... fullt af kössum var hent inn - ótrúlegt hvað komst fyrir í bílnum hjá tengdó og í skottinu á Toyotunni! Tengdamóðir mín og mágkona voru hjá okkur.. eða öllu heldur hjá Jóni og Láru Huld.. að þrífa, setja í kassa og allt hvaðeina. Alveg brjálaðar í skrúbbinu, mér finnst hálf hallærislegt að vera ekki heima hjá mér og gera þetta sjálf! Ég komst svo loksins í vinnuna um tíuleytið, þegar ég var búin að skila af mér manni og barni.
Eftir vinnu á morgun verður svo brunað í bæinn og skellt sér á tónleika með Eivöru, það er að segja ef við reddum okkur barnapössun - einhver sem býður sig fram???? Hún er mjög auðveld og auðvitað rosalega skemmtileg!!! Jæja, ég sofa núna - góða nótt

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

einmitt ... lítið að gerast þessa dagana - þó margt sé að gerast!! Hljómar hálf skringilega en bara óvart satt. Flytjum á Laugarbakka eftir viku eða svo, erum búin að vera að pakka á fullu og búin að fara með eina ferð af kössum í norðurlandið. Þetta er allt voða spennandi... ég segi nú ekki annað. Ég hætti jafnframt í vinnunni um mánaðarmótin, gott fyrir fjölskyldulífið en svolítið slæmt fyrir budduna - en peningarnir eru nú ekki allt!!! Nú ætlum við Jón að prófa að hittast oftar en tvo klukkutíma á miðvikudögum og aðra hvora helgi........ við fáum ábyggilega ógeð á hvort öðru áður en við vitum af. Jæja, ég ætla að halda áfram að vinna, er að klára að skrifa grein í blaðið sem meðferðarheimilið gefur út núna fyrir jólin - hún er þó ótrúlegt megi virðast um siðblindu vei vei vei vei vei......................

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

Jæja... það er bara allt að gerast þess dagana. Er búin að segja upp í vinnunni og er að flytja norður í land :) Alla leið á Laugarbakka í íbúð sem eyddi verulegum tíma æsku minnar ................ í Laugarbakkaskóla nánar tiltekið! Við erum að missa íbúðina okkar um mánaðarmótin og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, auglýsingar hér sem og annars staðar fáum við engin svör. Því spurði ég í gríni hvort ekki væri eitthvað húsnæði laust fyrir norðan... svona gerast hlutirnir. Ekki veit ég hvað ég kem til með að gera, ýmislegt í skoðun - framhaldsnám eða vinna!!! Þetta kemur allt í ljós. Ég er að fara á árshátíð með vinnunni annað kvöld.. og mikið hlakka ég til. Þau eru svo skemmtilega klikkuð, það er aldrei frí - ef maður er ekki að vinna þá er maður að undirbúa atriði fyrir árshátíð. Þemað í ár er "list" og við hjónakornin fengum það verkefni að koma með tónlistaratriði. Öðrum fannst þetta heldur lítilfjörlegt verkefni og því var ákveðið að við ættum helst að semja lag og texta um þau sem hlusta.... klikkað lið. Þetta verður alveg frábært :) Jæja, nú ætla ég að hætta þessu bulli og fara að gera eitthvað af viti.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?