þriðjudagur, nóvember 23, 2004

einmitt ... lítið að gerast þessa dagana - þó margt sé að gerast!! Hljómar hálf skringilega en bara óvart satt. Flytjum á Laugarbakka eftir viku eða svo, erum búin að vera að pakka á fullu og búin að fara með eina ferð af kössum í norðurlandið. Þetta er allt voða spennandi... ég segi nú ekki annað. Ég hætti jafnframt í vinnunni um mánaðarmótin, gott fyrir fjölskyldulífið en svolítið slæmt fyrir budduna - en peningarnir eru nú ekki allt!!! Nú ætlum við Jón að prófa að hittast oftar en tvo klukkutíma á miðvikudögum og aðra hvora helgi........ við fáum ábyggilega ógeð á hvort öðru áður en við vitum af. Jæja, ég ætla að halda áfram að vinna, er að klára að skrifa grein í blaðið sem meðferðarheimilið gefur út núna fyrir jólin - hún er þó ótrúlegt megi virðast um siðblindu vei vei vei vei vei......................

Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?