sunnudagur, nóvember 28, 2004

Heilmikið um að vera hjá mér í dag. Var auðvitað að vinna, borða ofboðslega góðan mat og fara með krakkana í sjoppu. Svo "skruppum" við fjölskyldan norður í skírnarveislu, misstum auðvitað af athöfninni en mættum í veisluna. Þar var litla Hafrún Arna, til hamingju með nafnið - það er alveg æðislegt. Nokkuð skondið að bæði þessi nöfn voru á "listanum" hjá okkur Jóni þegar við vorum að vandræðast með að finna nafn á Láru Huld. Eftir veisluna var brunað á Laugarbakka þar sem fullt fullt fullt fullt já ... fullt af kössum var hent inn - ótrúlegt hvað komst fyrir í bílnum hjá tengdó og í skottinu á Toyotunni! Tengdamóðir mín og mágkona voru hjá okkur.. eða öllu heldur hjá Jóni og Láru Huld.. að þrífa, setja í kassa og allt hvaðeina. Alveg brjálaðar í skrúbbinu, mér finnst hálf hallærislegt að vera ekki heima hjá mér og gera þetta sjálf! Ég komst svo loksins í vinnuna um tíuleytið, þegar ég var búin að skila af mér manni og barni.
Eftir vinnu á morgun verður svo brunað í bæinn og skellt sér á tónleika með Eivöru, það er að segja ef við reddum okkur barnapössun - einhver sem býður sig fram???? Hún er mjög auðveld og auðvitað rosalega skemmtileg!!! Jæja, ég sofa núna - góða nótt

Comments:
Sko það eru allir búnir að vera að skamma mig fyrir lélegan bloggárangur en ég held nú bara að þú sért ekkert skárri en ég. Er ekki kominn tími til að setjast niður fyrir framan tölvuna og blogga eilítið??? Hefur nokkuð betra að gera??? Ok bæ
 
heyrðu góða... eins og þú best veist þá er alveg brjálað að gera hérna á Laugarbakka!!!!!!! Nei, ég verð að fara að drattast til að skrifa eitthvað.. leti leti
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?