miðvikudagur, maí 25, 2005

úfff.. þá er það afstaðið. Bara nokkuð erfiður dagur í dag.. en skemmtilegur þó. Ég var að vinna í allan dag við einkunnagjöf og verkefnayfirferðir... og eitthvað í þeim dúr. Þurfti að klára allt núna af því að ég fer í ferðalag á morgun og kem ekki heim fyrr en á laugardaginn. Eftir vinnu var farið beint í sund með Láru Huld, hún er að læra að synda. Því næst þurftum við mæðgur að fara heim í betri föt af því að frúin átti að syngja á tónleikum..... sem hún og gerði. Hef nú verið stressaðri á æfinni, en þetta var alveg nóg. Það sem var nú verst var að undirleikarinn spilaði allt annað forspil en hafði verið æft þannig að ég vissi ekkert hvenær ég ætti að byrja.... byrjaði... hætti... og hélt svo áfram!!!! Frekar neyðarlegt, en endaði að ég held alveg ágætlega!

Ætla að nota tækifærið og auglýsa eftir eiginmanni mínum.. hef ekki heyrt í honum í tæpa viku... ef einhver veit um hann þá má viðkomandi endilega hafa samband....

takk fyrir og góða nótt.....
Comments:
Systir góð :) Er stollt af þér að þú gafst ekki upp að syngja heldur hélst áfram! Hlakka til að sjá þig/ykkur í næstu viku...
 
Best regards from NY!
» »
 
I have been looking for sites like this for a long time. Thank you!
Cost of tattoo removal frederick
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?