mánudagur, maí 09, 2005

Mikið óskaplega líður tíminn hratt - nú er skólinn bara alveg að verða búinn. Bara níu dagar eftir af kennslunni.. svo verða vordagar og að lokum fer ég í skólaferðalag með 10. bekk!! Ég verð svo að vinna til 10. júní og svo veit ég ekki hvað gerist... Nú er kallinn alveg á fullu í prófum, ég get nú ekki sagt að ég öfundi hann - þó ég sé nú farin að sakna þess svolítið að vera ekki í skóla! Það verður ansi gott þegar þessi prófa- og verkefnatörn verður búin hjá honum. Svo fer hann bara til Þýskalands (á meðan ég fæ að fara í Skagafjörðinn) í skólaferðalag.
Jæja.. klukkan er orðin margt - bið að heilsa í bili!
Comments: Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?