þriðjudagur, maí 17, 2005
vá... ég kíkti á bloggið mitt sem mér fannst ég vera nýbúin að skrifa á.. og sá dagsetninguna 9. maí!!! Núna er kominn 17. maí... tíminn líður. Harpa varð 25 ára í gær.. til hamingju með það skvísa! Ég fór á tónleika á föstudaginn með hljómsveitinni GroundFloor (Halli, Harpa og einhverjir fleiri) það var ferlega notalegt bara. Það er svo gaman þegar eitthvað svona er í boði.. Meira af þessu!! Á laugardeginum skruppum við hjónakornin í bæinn, versluðum og fórum í bíó - ferlega notalegt að gera eitthvað svona tvö saman!
Nú styttist í það að ég verð einstæð móðir.. kallinn fer til Þýskalands í bjórdrykkjuferðalag (eða skólaferð) á fimmtudaginn! Hann ætlar að vera í viku.. þá verð ég ALEIN á Laugarbakka - annars verður brjálað að gera í næstu viku. Á þriðjudag fer ég í Búðardal og nágrenni, skólaferðalag með 5. og 6. bekk. Frá fimmtudegi til laugardags verð ég svo í Skagafirðinum með 10. bekk - ég hlakka mjög til. Jæja... ég ætla að halda áfram að gera það sem mér finnst allra skemmtilegast að gera......... þrífa :(
Nú styttist í það að ég verð einstæð móðir.. kallinn fer til Þýskalands í bjórdrykkjuferðalag (eða skólaferð) á fimmtudaginn! Hann ætlar að vera í viku.. þá verð ég ALEIN á Laugarbakka - annars verður brjálað að gera í næstu viku. Á þriðjudag fer ég í Búðardal og nágrenni, skólaferðalag með 5. og 6. bekk. Frá fimmtudegi til laugardags verð ég svo í Skagafirðinum með 10. bekk - ég hlakka mjög til. Jæja... ég ætla að halda áfram að gera það sem mér finnst allra skemmtilegast að gera......... þrífa :(
Comments:
<< Home
heheheh svolítið fyndið að vera að fara í skólaferðalag sem kennari!! og láttu ekki svona, það er gaman að þrífa!!!
Skrifa ummæli
<< Home