miðvikudagur, júní 01, 2005
Margt hefur gerst síðan síðast... þar ber þó helst að nefna að eiginmaður minn barst í leitirnar eftir allt saman. Það var mikil gleði - þó var ég stödd í Skagafirði þegar hann kom heim. Ég var í skólaferðalagi með 10. bekk og var það með eindæmum skemmtilegt. Gott skipulag.. góðir fararstjórar og einstaklega skemmtilegur hópur!! Við fórum í klettaklifur, hestaferð, river-rafting, skoðuðum Hóla í Hjaltadal, Steinullarverksmiðjuna á Sauðárkróki, Glaumbæ, Blönduvirkjun... og alveg örugglega eitthvað fleira !!
Smá auglýsing: Hljómsveitin sem hét einu sinni Handsome Joe og enginn veit hvað heitir núna... mun spila á Hressó (Hressingarskálinn í Austurstræti) á föstudagskvöldið næsta!! Allir að mæta....
Smá auglýsing: Hljómsveitin sem hét einu sinni Handsome Joe og enginn veit hvað heitir núna... mun spila á Hressó (Hressingarskálinn í Austurstræti) á föstudagskvöldið næsta!! Allir að mæta....
Comments:
<< Home
Hurru ég væri alveg til í myndina af okkur jóa þessa sem er þaddna til hægri, nokkuð myndarlegt par þarna á ferðinni myndi ég segja :) Mátt alveg senda mér hana ef þú nennir :)
Skrifa ummæli
<< Home