fimmtudagur, febrúar 19, 2004
ja ja... svei mér þá ef þetta er ekki bara nokkurn veginn að takast hjá mér. Virðist samt ekki takast að hafa nafnið hennar Lára Huldar fyrir ofan myndina af henni án þess að það tengist síðunni hans Silla!!! Silli er náttúrulega fínn strákur.... en mér finnst þetta nú óþarfa frekja. Ef einhver tölvubrjálæðingur er með ráð handa mér endilega hellið úr viskuskálum ykkar :)
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
jæja, úr því fólk er farið að rífa kjaft á blogginu mínu þá neyðist ég til þess að halda áfram að bulla. Ég hef svo sem ekkert að segja, lífið gengur bara sinn vanagang..... nema já, Brynja eignaðist litla stelpu í nótt!!! (en það vita það sjálfsagt allir núna). Núna ætla ég að reyna að setja inn mynd... gangi mér vel :)
föstudagur, febrúar 13, 2004
... mér tókst að koma þessum commentum inn. Jæja, annars varð ég fyrir sérkennilegri reynslu í dag. Mér leið eins og ég hefði farið á eyðieyju sem þrjátíu karlar væru búnir að vera fastir á undanfarin tuttugu ár.... já, ég fór sem sagt í Loftorku!! Karlinn sendi mig í leiðangur eftir SANDI (já, hann er fífl) og ég endaði í Loftorku, úti í miðjum sandhól með Kaupfélagspoka í annarri og .... ekkert í hinni. Í millitíðinni hafði mér þó verið boðið að skella mér upp í koju flutningabíls á svæðina og afklæða mig fyrir sandinn.... en ég ákvað að afþakka það og redda sandinum sjálf. Ekki var nú kallinn glaður er ég kom heim og ákvað að ekki skyldi senda kellu aftur í slíkan sandleiðangur!!!
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
Jæja, ég var farin að halda að ég væri ekki í lagi... ekki í "bloggheiminum" eins sumir vilja kalla þetta. Þannig að ég gerðist svo gróf að setjast við tölvuna og byrja á þessu rugli, sem virðist vera óstöðvandi því alltaf langar mann að gera meira og meira. Úr því mér tókst að finna út úr litunum (já, þetta á að vera svona) þá vill maður prófa að setja inn myndir.. og kommentin geysivinsælu og.... Já, ég hugsa að ég verði að segja upp vinnunni til að hafa tíma til að gera þetta allt saman. Annars er ég hætt núna.........
því ekki það...