miðvikudagur, maí 25, 2005
úfff.. þá er það afstaðið. Bara nokkuð erfiður dagur í dag.. en skemmtilegur þó. Ég var að vinna í allan dag við einkunnagjöf og verkefnayfirferðir... og eitthvað í þeim dúr. Þurfti að klára allt núna af því að ég fer í ferðalag á morgun og kem ekki heim fyrr en á laugardaginn. Eftir vinnu var farið beint í sund með Láru Huld, hún er að læra að synda. Því næst þurftum við mæðgur að fara heim í betri föt af því að frúin átti að syngja á tónleikum..... sem hún og gerði. Hef nú verið stressaðri á æfinni, en þetta var alveg nóg. Það sem var nú verst var að undirleikarinn spilaði allt annað forspil en hafði verið æft þannig að ég vissi ekkert hvenær ég ætti að byrja.... byrjaði... hætti... og hélt svo áfram!!!! Frekar neyðarlegt, en endaði að ég held alveg ágætlega!
Ætla að nota tækifærið og auglýsa eftir eiginmanni mínum.. hef ekki heyrt í honum í tæpa viku... ef einhver veit um hann þá má viðkomandi endilega hafa samband....
takk fyrir og góða nótt.....
Ætla að nota tækifærið og auglýsa eftir eiginmanni mínum.. hef ekki heyrt í honum í tæpa viku... ef einhver veit um hann þá má viðkomandi endilega hafa samband....
takk fyrir og góða nótt.....
föstudagur, maí 20, 2005
Jæja.. nú er kallinn búinn að yfirgefa mig. Þannig að þið sem þolið ekki manninn minn getið notað tækifærið og heimsótt mig.. hann verður pottþétt ekki heima næstu vikuna :) Leiðinlegt að Selma greyið komst ekki áfram í Eurovision.. og ég sem var búin að segja að það væri gott á okkur Íslendinga ef við kæmumst ekki í aðalkeppnina! Sé sko eftir því núna - það verður augljóslega ekki eins gaman að fylgjast með keppninni á laugardaginn fyrir vikið. Þá er ekkert annað í stöðunni að velja sér eitthvað annað lag til að halda með...
þriðjudagur, maí 17, 2005
vá... ég kíkti á bloggið mitt sem mér fannst ég vera nýbúin að skrifa á.. og sá dagsetninguna 9. maí!!! Núna er kominn 17. maí... tíminn líður. Harpa varð 25 ára í gær.. til hamingju með það skvísa! Ég fór á tónleika á föstudaginn með hljómsveitinni GroundFloor (Halli, Harpa og einhverjir fleiri) það var ferlega notalegt bara. Það er svo gaman þegar eitthvað svona er í boði.. Meira af þessu!! Á laugardeginum skruppum við hjónakornin í bæinn, versluðum og fórum í bíó - ferlega notalegt að gera eitthvað svona tvö saman!
Nú styttist í það að ég verð einstæð móðir.. kallinn fer til Þýskalands í bjórdrykkjuferðalag (eða skólaferð) á fimmtudaginn! Hann ætlar að vera í viku.. þá verð ég ALEIN á Laugarbakka - annars verður brjálað að gera í næstu viku. Á þriðjudag fer ég í Búðardal og nágrenni, skólaferðalag með 5. og 6. bekk. Frá fimmtudegi til laugardags verð ég svo í Skagafirðinum með 10. bekk - ég hlakka mjög til. Jæja... ég ætla að halda áfram að gera það sem mér finnst allra skemmtilegast að gera......... þrífa :(
Nú styttist í það að ég verð einstæð móðir.. kallinn fer til Þýskalands í bjórdrykkjuferðalag (eða skólaferð) á fimmtudaginn! Hann ætlar að vera í viku.. þá verð ég ALEIN á Laugarbakka - annars verður brjálað að gera í næstu viku. Á þriðjudag fer ég í Búðardal og nágrenni, skólaferðalag með 5. og 6. bekk. Frá fimmtudegi til laugardags verð ég svo í Skagafirðinum með 10. bekk - ég hlakka mjög til. Jæja... ég ætla að halda áfram að gera það sem mér finnst allra skemmtilegast að gera......... þrífa :(
mánudagur, maí 09, 2005
Mikið óskaplega líður tíminn hratt - nú er skólinn bara alveg að verða búinn. Bara níu dagar eftir af kennslunni.. svo verða vordagar og að lokum fer ég í skólaferðalag með 10. bekk!! Ég verð svo að vinna til 10. júní og svo veit ég ekki hvað gerist... Nú er kallinn alveg á fullu í prófum, ég get nú ekki sagt að ég öfundi hann - þó ég sé nú farin að sakna þess svolítið að vera ekki í skóla! Það verður ansi gott þegar þessi prófa- og verkefnatörn verður búin hjá honum. Svo fer hann bara til Þýskalands (á meðan ég fæ að fara í Skagafjörðinn) í skólaferðalag.
Jæja.. klukkan er orðin margt - bið að heilsa í bili!
Jæja.. klukkan er orðin margt - bið að heilsa í bili!
laugardagur, maí 07, 2005

Maður getur ekki verið annað en stoltur... Trausti mágur tók þessa glæsilegu mynd af minni gullfallegu systur !!
föstudagur, maí 06, 2005
Nú er Gunnhildur systir loksins komin með heimasíðu... til hamingju með það!! Í dag var frídagur, þvílíkur lúxus - mætti vera meira af þessu. Ætti að setja fram tillögu á Alþingi að hafa alltaf einn frídag í viku aðra hvora viku allt árið.... ekki bara núna! Jæja, ég ætla að reyna að vera skynsöm núna og fara að sofa... áður en klukkan verður alltof margt.
**kveðja**
**kveðja**
fimmtudagur, maí 05, 2005
enn ein tilraunin til að byrja að blogga aftur..... sjáum til hvað ég endist lengi í þetta skiptið!!